Enski boltinn

Man. Utd fær meira en Man. City frá ensku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það kostar sitt að greiða knattspyrnustjörnunum laun og ensku félögin fá mikið af tekjum.
Það kostar sitt að greiða knattspyrnustjörnunum laun og ensku félögin fá mikið af tekjum. vísir/getty
Þó svo Man. City sé enskur meistari þá fá nágrannar þeirra í United hærri peningagreiðslur frá ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Man. Utd, sem varð í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni, fékk rúmlega 21 milljarð króna í greiðslur frá deildinni fyrir tímabilið. Það er  46 milljónum króna meira en Man. City fékk.

Ástæðan fyrir þessu er sú að fleiri leikir með United voru sýndir beint á Bretlandseyjum. Tveimur fleiri sem skilaði 23 milljónum hver leikur.

Í heildina fengu liðin í úrvalsdeildinni 342 milljarða króna í greiðslur frá deildinni. Það er 300 milljónum króna meira en á síðustu leiktíð en þetta eru allt tekjur sem meira og minna koma út af sölu á sjónvarpsréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×