Fótbolti

Buffon vill faðma hjartalausa ruslapokann og biðja hann afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari.
Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon spilar sinn síðasta leik fyrir Juventus á laugardaginn en hann er búinn að verja mark gömlu konunnar, eins og félagið er kallað, í 17 ár.

Buffon gekk í raðir Juventus frá Parma fyrir metfé árið 1995 og hefur upplifað tímana tvenna með Tórínórisanum. Hann hefur ellefu sinnum orðið Ítalíumeistari en fór með liðinu niður í B-deild þegar að það var fellt þangað vegna mútuskandals.

Buffon er hættur við að hætta alveg. Hann ætlar að halda áfram í boltanum en rétt rúmar tvær vikur eru síðan að hann tók þá ákvörðun.

„Ég mun taka ákvörðun um framhaldið eftir tvo til þrjá daga. Ég ætla að taka mér smá pásu og ná áttum. Eftir það tek ég ákvörðun,“ sagði Buffon á blaðamannafundi fyrir lokaleikinn.

Buffon er ekki bara að hugsa um þennan síðasta leik með Juventus heldur á hann einnig yfir höfði sér refsingu og mögulegt leikbann frá UEFA fyrir að segja að dómarinn Michael Oliver væri með ruslapoka í stað hjarta þegar að hann dæmdi víti á liðið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid.

„Ég myndi faðma dómarann ef ég myndi sjá hann aftur og segja við hann að hann hefði átt að gefa sér meiri tíma í að taka ákvörðunina. Mér þykir leitt að ég móðgaði hann. Þetta var ólíkt mér og ég fór langt yfir strikið í viðtali eftir leik. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar,“ segir Gianluigi Buffon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×