Fleiri fréttir

Stöðvuðu 2400 vöruflutningabíla í fyrra

Þrír sérútbúnir lögreglubílar sinna vegaeftirliti með vöruflutningabifreiðum á þjóðvegum landsins. Alls voru 2.400 vöruflutningabílar stöðvaðir af lögreglu í fyrra til að kanna akstur og hvíldartíma.

Málningu skvett á bíla og bifhjól

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöldi tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum. Þegar á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings

Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag

Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði.

Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum

Stefnt er að þinglokum í vikunni eftir snarpt og óvenjulegt vorþing. Af því tilefni fóru eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka fóru um víðan völl en heilbrigðis-, mennta- og myntmál voru fyrirferðarmikil.

Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum

Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn.

Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana

Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust.

Hlauparinn fundinn heill á húfi

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að hlaupara á eða við Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn.

Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi.

Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn.

Húsbækur fylgi með húsnæðiskaupum

Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum.

Æfðu björgun slysa á hvalaskoðunarbátum

Umfangsmikil björgunaræfing sjóbjörgunarsveita Landsbjargar fór fram í Faxaflóa í gær. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki ásamt 50 björgunarsveitarmönnum tóku þátt og fylgdist fréttamaður Stöðvar 2 með.

Neytendavakning hjá þjóðinni

Íslendingar hafa sjaldan verið jafn meðvitaðir um vöruverð verslana og nú, en um fimmtungur þjóðarinnar tilheyrir nú Facebook-síðu sem tileinkuð er verðsamanburði á Costco og öðrum verslunum hér á landi. Þá hefur appið Neytandinn aldrei verið vinsælla.

Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi

Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir.

Malín áfrýjar til Hæstaréttar

Malín Brand fékk tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, eins og systir hennar, Hlín Einarsdóttir.

Hundaeigandi sviptur tíu hundum sínum

Matvælastofnun hefur tekið tvo hunda og átta hvolpa úr vörslu eiganda. Ástæðan er óviðunandi aðbúnaður og umhirða, sinnuleysi og vanþekking til að halda dýr.

Sjá næstu 50 fréttir