Innlent

Hlauparinn fundinn heill á húfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgafell er ofan Hafnarfjarðar.
Helgafell er ofan Hafnarfjarðar. mynd/loftmyndir
Uppfært klukkan 23:52: Hlauparinn er fundinn heill á húfi en kaldur að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Um 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt leitarhundum. Ágætis skyggni var við leitina en mikil rigning, lágskýjað og kalt. 

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að hlaupara á eða við Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að maðurinn hafi orðið viðskila við annan hlaupafélaga sinn á fjallinu og að ekki hafi náðst samband við hann efitr það.

Veður sé hálfleiðinlegt á svæðinu, rok og rigning og maðurinn klæddur fyrir hlaup en ekki langa útiveru.

Tveir hópar björgunarmanna eru lagðir af stað á fjallið til leitar og fleiri eru að gera sig klára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×