Innlent

Æfðu björgun slysa á hvalaskoðunarbátum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Umfangsmikil björgunaræfing sjóbjörgunarsveita Landsbjargar fór fram í Faxaflóa í gær. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki ásamt 50 björgunarsveitarmönnum tóku þátt og fylgdist fréttamaður Stöðvar 2 með.

Æfingin hófst um kvöldmatarleytið í gær og tóku þrjú hvalaskoðunarskip þátt. Tilgangurinn var að fara yfir viðbragð björgunarsveitarmanna og hvalaskoðunarfyrirtækja ef slys kemur upp.

Æfingin var sett upp þannig að tvö hvalaskoðunarskip, Andrea og Lilja, rákust saman og kom upp leki í öðru skipinu og eldur í hinu. Annað skip, Eldey, reyndi að koma hinum til aðstoðar en varð vélarvana. Þá tókuaktstöð Landhelgisgæslunnar og Neyðarlínan einnig þátt í æfingunni sem gékk vel.

Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækjanna lék farþega á skipunum og æft var hvernig má koma farþegum í björgunarbáta og á milli skipa ef slys verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×