Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna og annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og er því ómögulegt að átta sig á umfangi vandans.

Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Við lítum líka á umfangsmikla sjóbjörgunaræfingu Landsbjargar og fáum að vita allt um unglinginn Mathias Rust sem gerði sovéska herinn að aðhlátursefni og er talinn hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×