Neytendavakning hjá þjóðinni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2017 19:30 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verslunarrisinn Costco opnaði hér á landi á dögunum. Tæplega fimmtungur þjóðarinnar tilheyrir nú til að mynda Facebook-hópnum Keypt í Costco - myndir og verð þar sem fólk deilir myndum, reiknar út kílóverð og gerir verðsamanburð. Þá hefur snjallsímaforritið Neytandinn, sem safnar kassakvittunum til að búa til gagnagrunn um verðlag á Íslandi, tekuð vinsældastökk og er nú vinsælasta appið á Íslandi, bæði í Appstore og Playstore. Forritið hefur verið aðgengilegt í tvö ár en hefur aldrei notið viðlíka vinsælda. „Við erum með um sextán þúsund notendur frá upphafi og þar af hafa þrjú þúsund og fimm hundruð skráð sig á síðustu fjórum dögum,“ segir Hugi Þórðarson, stofnandi Neytandans. Tengir þú þetta við komu Costco til landsins?„Já. Það virðist óneitanlega vera líklegast að það tengist því. Núna er að ganga yfir heilmikil neytendabylgja. Við erum að fá núna um tíu þúsund manns inn á vefinn á dag sem eru að skoða verð og bera saman. Við höfum ekki séð svona stóra bylgju áður.“ Hugi bendir á einfaldast væri þó að upplýsingar um verð bærust rafrænt, beint frá verslununum sjálfum. „Við höfum vakið máls á þessu við ýmis tækifæri við verslunina en fengið heldur dræmar undirtektir. En núna í ljósi þess að Íslendingar eru að verða mjög virkir neytendur þá er þarna kannski komið tækifæri fyrir íslenskar verslanir að skapa sér sérstöðu með því að deila strimlum rafrænt til sinna viðskiptavina,“ segir Hugi. Það sé jákvæð þróun að almenningur hugsi meira út í vöruverð. „Þessi hugsunarháttur hefur ekki verið sterkur í okkur Íslendingum hingað til en ég vona að þetta hafi kveikt eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Hugi. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verslunarrisinn Costco opnaði hér á landi á dögunum. Tæplega fimmtungur þjóðarinnar tilheyrir nú til að mynda Facebook-hópnum Keypt í Costco - myndir og verð þar sem fólk deilir myndum, reiknar út kílóverð og gerir verðsamanburð. Þá hefur snjallsímaforritið Neytandinn, sem safnar kassakvittunum til að búa til gagnagrunn um verðlag á Íslandi, tekuð vinsældastökk og er nú vinsælasta appið á Íslandi, bæði í Appstore og Playstore. Forritið hefur verið aðgengilegt í tvö ár en hefur aldrei notið viðlíka vinsælda. „Við erum með um sextán þúsund notendur frá upphafi og þar af hafa þrjú þúsund og fimm hundruð skráð sig á síðustu fjórum dögum,“ segir Hugi Þórðarson, stofnandi Neytandans. Tengir þú þetta við komu Costco til landsins?„Já. Það virðist óneitanlega vera líklegast að það tengist því. Núna er að ganga yfir heilmikil neytendabylgja. Við erum að fá núna um tíu þúsund manns inn á vefinn á dag sem eru að skoða verð og bera saman. Við höfum ekki séð svona stóra bylgju áður.“ Hugi bendir á einfaldast væri þó að upplýsingar um verð bærust rafrænt, beint frá verslununum sjálfum. „Við höfum vakið máls á þessu við ýmis tækifæri við verslunina en fengið heldur dræmar undirtektir. En núna í ljósi þess að Íslendingar eru að verða mjög virkir neytendur þá er þarna kannski komið tækifæri fyrir íslenskar verslanir að skapa sér sérstöðu með því að deila strimlum rafrænt til sinna viðskiptavina,“ segir Hugi. Það sé jákvæð þróun að almenningur hugsi meira út í vöruverð. „Þessi hugsunarháttur hefur ekki verið sterkur í okkur Íslendingum hingað til en ég vona að þetta hafi kveikt eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Hugi.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent