Innlent

Minnast Suðurlandsskjálftans með myndböndum

Birgir Olgeirsson skrifar
Atlantsolía birti í dag myndband sem sýnir kraftinn í Suðurlandsskjálftanum sem reið yfir fyrir sléttum níu árum, eða 29. maí árið 2008 klukkan 15:45.

Á myndbandinu má sjá viðskiptavin Atlantsolíu renna upp að dælu fyrirtækisins á Selfossi. Rétt áður en hann byrjar að dæla á bílinn ríður skjálftinn yfir, en upptök hans voru aðeins níu kílómetrum frá bensínstöðinni og var hann af stærð 6,3.

Mikið tjón varð í skjálftanum, eða um 2.400 fasteignatjón, en árið 2012 höfðu íbúar á Suðurlandi fengið 10,6 milljarða í bætur vegna skjálftans.

Það er afar merkilegt að fylgjast með viðbrögðum viðskiptavinarins. Hann stendur forviða á meðan skjálftinn gengur yfir en heldur svo áfram sínu verki við að dæla bensíni.

Á Youtube má finna nokkur sambærileg myndbönd úr öryggismyndavélum sem sýna þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir og má sjá það hér fyrir neðan:

Sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn var að sjálfsögðu í miðri upptöku þegar skjálftinn reið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×