Fótbolti

Hetjan Hörður fékk skilaboð frá stjóra Bristol City eftir Króatíuleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin skorar markið dýrmæta.
Hörður Björgvin skorar markið dýrmæta. vísir/ernir
Hörður Björgvin Magnússon, hetja Íslands í sigrinum á Króatíu, fékk skilaboð frá Lee Johnson, knattspyrnustjóra Bristol City, eftir leikinn í gær.

Hörður samdi við Bristol City síðasta sumar og gekk flest í haginn framan af síðasta tímabili. Hann fékk hins vegar afar fá tækifæri eftir áramót og var kominn neðarlega í goggunarröðina hjá Johnson.

Hörður sýndi hins vegar hvers hann var megnugur í leiknum gegn Króatíu í gær. Hann spilaði afar vel í stöðu vinstri bakvarðar og skoraði svo sigurmark Íslands á lokamínútu leiksins.

Síminn stoppaði ekki hjá Herði eftir leik en meðal þeirra sem sendu honum skilaboð var áðurnefndur Johnson.

„Ég fékk einhver SMS frá þjálfaranum en ég á eftir að skoða þau betur. Kannski er þetta smá „wake up call“ um að ég fái að spila meira,“ sagðí Hörður í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni.

Mark Harðar var heldur sérstakt en boltinn fór af öxlinni á honum eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar og inn fyrir línuna.

„Ég sá hornspyrnuna koma, ég bakkaði og fannst ég vera aleinn inni í teig. Ég var vonsvikinn með hvernig ég skallaði boltann, ég hitti hann ekki það vel. Ég veit ekki hvort ég skallaði hann í öxlina á mér og hann hafi breytt um stefnu. Markvörðurinn var með störu og gat ekkert gert,“ sagði Hörður sem hefur nú skorað sigurmark Íslands í síðustu tveimur landsleikjum. Hann skoraði einnig eina markið í vináttulandsleik Íslands og Írlands í Dublin í lok mars.

Sigurmörk Harðar má sjá hér að neðan auk þess sem hlusta má á viðtalið úr Akraborginni í heild sinni.

Sigurmark Harðar gegn Króatíu
Sigurmark Harðar gegn Írlandi

Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“

Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir.

Myndir frá ógleymanlegu kvöldi í Laugardalnum

Fyrr í kvöld áttust við Ísland og Króatía í Laugardalnum. Ísland vann leikinn 1-0 með marki frá Herði Björgvini Magnússyni. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr leiknum.

Leiðin til Rússlands er ennþá greið

Ísland komst upp að hlið Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM með sigri í leik liðanna í gær. Hörður Björgvin Magnússon skoraði markið sem tryggði Íslendingum fyrsta sigurinn á Króötum frá upphafi.

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark

Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“

Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld.

Heimir við Tólfuna: Þið voruð frábær | Myndband

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur átt í frábæru sambandi við Tólfuna síðustu ár og hann klikkaði ekki á því að þakka fyrir sig eftir leikinn gegn Króatíu í gær.

Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið.

Emil: Við áttum þá í baráttunni

"Þetta var bara flottur 1-0 sigur og við eigum að geta gengið hrikalega stoltir frá honum,“ segir Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir magnaðan sigur á Króötum, 1-0, í undankeppni HM í Rússlandi sem fram fer á næsta ári. Með sigrinum er liðið með 13 stig í riðlinum, jafnmörg stig og Króatía.

Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig

"Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×