Niðurstöðu að vænta í jafnréttismálinu 9. júní 2011 14:19 "Ef það nást ekki sættir milli forsætisráðuneytisins og kæranda í þessu máli þá hefur hún auðvitað öll tök á því að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Jóhanna. Mynd/Stefán Karlsson Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir unnið að því að ljúka sátt við Önnu Kristínu Ólafsdóttur vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því í mars að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir Önnu Kristínu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Jóhanna segir að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Ráðherrann var úrskurður brotlegur gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þegar Arnar Þór Másson var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Anna Kristín sótti einnig um starfið en fékk ekki, þrátt fyrir að vera jafnhæf samkvæmt úrskurði kærunefndarinnar. Anna Kristín var aðstoðarmaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur, núverandi þingflokksformanns Samfylkingarinnar, þegar Þórunn gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007-2009.Alltaf kallað eftir sátt Úrskurðurinn vakti hörð viðbrögð og var kallað eftir afsögn Jóhönnu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á málinu á þingfundi í dag og spurði Jóhönnu hvort búið væri að semja við Önnu Kristínu og benti á að þrír mánuðir væru liðnir frá úrskurði kærunefndar. Þorgerður vildi auk þess vita hvort Jóhanna ætlaði að áfrýja úrskurðinum. Jóhanna sagði málið í eðlilegum farvegi og að hún ætlaði ekki að áfrýja. Það hefði komið skýrt fram áður. Hún sagði vinnuhóp vinna að lausn í málinu og að hún hefði alltaf kallað eftir sátt.„Hvers konar framkoma er þetta?“ Þorgerður sagði málið ekki vera í eðlilegum farvegi og að vinnuhópur Jóhönnu hefði enga stjórnsýslulega merkingu. Lögin væru skýr og niðurstaða kærunefndarinnar væri skýr. „Hvers konar framkoma er þetta gagnvart brotaþola í þessu máli," spurði Þorgerður. Hún sagði Jóhönnu eiga að vera forystumann í að virða jafnréttislögin en það væri hún ekki að gera. Jóhanna sagðist ekki hafa viljað fara með málið fyrir dómtóla „Heldur reyna að leita sátta jafnvel þó að álit Ríkislögmanns væri með þeim hætti að hann teldi góðar líkur á að ég myndi vinna það mál fyrir dómstólum. Ef það nást ekki sættir milli forsætisráðuneytisins og kæranda í þessu máli þá hefur hún auðvitað öll tök á því að fara með málið fyrir dómstóla. Það verður að bíða og sjá til hvort hún gerir það, en lyktir fást væntanlega í þessu máli í vikunni." Tengdar fréttir Jóhanna flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera ætlar að gefa Alþingi munnlega skýrslu um úrskurð Kærunefndar jafnréttismála varðandi ráðningu skrifstofustjóra við deild í forsætisráðuneytinu, sem kærð var til nefndarinnar. 24. mars 2011 07:24 Björn Bjarnason: Jóhanna mesti gervibaráttumaður sem ég hef kynnst "Í mínum huga er ótrúlegt að sjálf Jóhanna Sigurðardóttir skuli standa frammi fyrir úrskurði Kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við embættisveitingu í forsætisráðuneytinu. Þetta og viðbrögð hennar við úrskurðinum sanna mér endanlega að Jóhanna er mesti gervibaráttumaður í stjórnmálum sem ég hef kynnst,“ skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins um úrskurð kærunefndar jafnréttismála gegn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á heimasíðu sína. 24. mars 2011 15:46 Úrskurður kærunefndar alvarlegur fyrir Samfylkinguna „Nýlegur úrskurður kærunefndar jafnréttismála er alvarlegur fyrir stjórnsýsluna og flokk sem kennir sig við kvenfrelsi," segir í ályktun kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem samþykkt var í dag. Sem kunnugt er komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu á dögunum að Jóhanna Sigurðardóttir hefði gerst sek um brot á jafnréttislögunum þegar hún réð karlmann í starf skrifstofustjóra stjórnsýslu- og samfélagsþróunar. 25. mars 2011 21:48 Jóhanna segist ekki ætla að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íhugar ekki afsögn í framhaldi af því að hún braut jafnréttislög samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála. Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í óundurbúnum fyrirspurnatíma og sagðist ekki trúa öðru en að Jóhanna væri að íhuga afsögn vegna málsins. "Er hún ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn?" spurði Bjarni og sagði blasa við þjóðinni að það væri eina færa leiðin fyrir hana. Jóhanna tók þá til máls og svaraði Bjarna: "Ég tel ekki efni til að segja af mér" og vísaði til þess að faglega hefði verið staðið að ráðningu umrædds skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Tók Jóhanna fram að sú kona sem kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála hafi verið metin fimmta hæfust í starfið hjá ráðuneytinu. Bent hefur verið á að ef umrædd kona hefði verið ráðin í starfið ætti Jóhanna mögulega yfir höfði sér ákúrur fyrir að ráða flokkssystur sína frekar en hæfari einstakling. Jóhanna sagði á Alþingi að þó hún íhugaði ekki afsögn þá hefði það vel komið til greina ef hún hefði gerst sek um pólitíska stöðuveitingu. Rifjaði hún í framhaldinu upp ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara í ráðherratíð Árna Mathiesen sem leit framhjá hæfnismati og skipaði þann sjöunda hæfasta í stöðuna. 24. mars 2011 10:47 Jóhanna kallar eftir sátt í jafnréttismálinu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlar ekki að kæra úrskurð kærunefndar jafnréttismála til dómstóla. Arnar Þór Másson var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Anna Ólafsdóttir taldi að með ráðningunni hefðu jafnréttislög verið brotin og kærði málið til kærunefndar jafnréttismála. 10. maí 2011 15:07 Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43 Jóhanna: Ég er með hreina samvisku Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. 23. mars 2011 18:35 Átti fremur von á dauða sínum en úrskurði kærunefndarinnar „Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í bréfi sem hún sendi félögum sínum í Samfylkingunni í dag. Ástæðan er úrskurður kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu hefði Jóhanna brotið jafnréttislög. 24. mars 2011 22:30 Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus 23. mars 2011 14:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir unnið að því að ljúka sátt við Önnu Kristínu Ólafsdóttur vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því í mars að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir Önnu Kristínu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Jóhanna segir að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Ráðherrann var úrskurður brotlegur gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þegar Arnar Þór Másson var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Anna Kristín sótti einnig um starfið en fékk ekki, þrátt fyrir að vera jafnhæf samkvæmt úrskurði kærunefndarinnar. Anna Kristín var aðstoðarmaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur, núverandi þingflokksformanns Samfylkingarinnar, þegar Þórunn gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007-2009.Alltaf kallað eftir sátt Úrskurðurinn vakti hörð viðbrögð og var kallað eftir afsögn Jóhönnu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á málinu á þingfundi í dag og spurði Jóhönnu hvort búið væri að semja við Önnu Kristínu og benti á að þrír mánuðir væru liðnir frá úrskurði kærunefndar. Þorgerður vildi auk þess vita hvort Jóhanna ætlaði að áfrýja úrskurðinum. Jóhanna sagði málið í eðlilegum farvegi og að hún ætlaði ekki að áfrýja. Það hefði komið skýrt fram áður. Hún sagði vinnuhóp vinna að lausn í málinu og að hún hefði alltaf kallað eftir sátt.„Hvers konar framkoma er þetta?“ Þorgerður sagði málið ekki vera í eðlilegum farvegi og að vinnuhópur Jóhönnu hefði enga stjórnsýslulega merkingu. Lögin væru skýr og niðurstaða kærunefndarinnar væri skýr. „Hvers konar framkoma er þetta gagnvart brotaþola í þessu máli," spurði Þorgerður. Hún sagði Jóhönnu eiga að vera forystumann í að virða jafnréttislögin en það væri hún ekki að gera. Jóhanna sagðist ekki hafa viljað fara með málið fyrir dómtóla „Heldur reyna að leita sátta jafnvel þó að álit Ríkislögmanns væri með þeim hætti að hann teldi góðar líkur á að ég myndi vinna það mál fyrir dómstólum. Ef það nást ekki sættir milli forsætisráðuneytisins og kæranda í þessu máli þá hefur hún auðvitað öll tök á því að fara með málið fyrir dómstóla. Það verður að bíða og sjá til hvort hún gerir það, en lyktir fást væntanlega í þessu máli í vikunni."
Tengdar fréttir Jóhanna flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera ætlar að gefa Alþingi munnlega skýrslu um úrskurð Kærunefndar jafnréttismála varðandi ráðningu skrifstofustjóra við deild í forsætisráðuneytinu, sem kærð var til nefndarinnar. 24. mars 2011 07:24 Björn Bjarnason: Jóhanna mesti gervibaráttumaður sem ég hef kynnst "Í mínum huga er ótrúlegt að sjálf Jóhanna Sigurðardóttir skuli standa frammi fyrir úrskurði Kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við embættisveitingu í forsætisráðuneytinu. Þetta og viðbrögð hennar við úrskurðinum sanna mér endanlega að Jóhanna er mesti gervibaráttumaður í stjórnmálum sem ég hef kynnst,“ skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins um úrskurð kærunefndar jafnréttismála gegn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á heimasíðu sína. 24. mars 2011 15:46 Úrskurður kærunefndar alvarlegur fyrir Samfylkinguna „Nýlegur úrskurður kærunefndar jafnréttismála er alvarlegur fyrir stjórnsýsluna og flokk sem kennir sig við kvenfrelsi," segir í ályktun kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem samþykkt var í dag. Sem kunnugt er komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu á dögunum að Jóhanna Sigurðardóttir hefði gerst sek um brot á jafnréttislögunum þegar hún réð karlmann í starf skrifstofustjóra stjórnsýslu- og samfélagsþróunar. 25. mars 2011 21:48 Jóhanna segist ekki ætla að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íhugar ekki afsögn í framhaldi af því að hún braut jafnréttislög samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála. Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í óundurbúnum fyrirspurnatíma og sagðist ekki trúa öðru en að Jóhanna væri að íhuga afsögn vegna málsins. "Er hún ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn?" spurði Bjarni og sagði blasa við þjóðinni að það væri eina færa leiðin fyrir hana. Jóhanna tók þá til máls og svaraði Bjarna: "Ég tel ekki efni til að segja af mér" og vísaði til þess að faglega hefði verið staðið að ráðningu umrædds skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Tók Jóhanna fram að sú kona sem kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála hafi verið metin fimmta hæfust í starfið hjá ráðuneytinu. Bent hefur verið á að ef umrædd kona hefði verið ráðin í starfið ætti Jóhanna mögulega yfir höfði sér ákúrur fyrir að ráða flokkssystur sína frekar en hæfari einstakling. Jóhanna sagði á Alþingi að þó hún íhugaði ekki afsögn þá hefði það vel komið til greina ef hún hefði gerst sek um pólitíska stöðuveitingu. Rifjaði hún í framhaldinu upp ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara í ráðherratíð Árna Mathiesen sem leit framhjá hæfnismati og skipaði þann sjöunda hæfasta í stöðuna. 24. mars 2011 10:47 Jóhanna kallar eftir sátt í jafnréttismálinu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlar ekki að kæra úrskurð kærunefndar jafnréttismála til dómstóla. Arnar Þór Másson var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Anna Ólafsdóttir taldi að með ráðningunni hefðu jafnréttislög verið brotin og kærði málið til kærunefndar jafnréttismála. 10. maí 2011 15:07 Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43 Jóhanna: Ég er með hreina samvisku Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. 23. mars 2011 18:35 Átti fremur von á dauða sínum en úrskurði kærunefndarinnar „Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í bréfi sem hún sendi félögum sínum í Samfylkingunni í dag. Ástæðan er úrskurður kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu hefði Jóhanna brotið jafnréttislög. 24. mars 2011 22:30 Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus 23. mars 2011 14:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Jóhanna flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera ætlar að gefa Alþingi munnlega skýrslu um úrskurð Kærunefndar jafnréttismála varðandi ráðningu skrifstofustjóra við deild í forsætisráðuneytinu, sem kærð var til nefndarinnar. 24. mars 2011 07:24
Björn Bjarnason: Jóhanna mesti gervibaráttumaður sem ég hef kynnst "Í mínum huga er ótrúlegt að sjálf Jóhanna Sigurðardóttir skuli standa frammi fyrir úrskurði Kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við embættisveitingu í forsætisráðuneytinu. Þetta og viðbrögð hennar við úrskurðinum sanna mér endanlega að Jóhanna er mesti gervibaráttumaður í stjórnmálum sem ég hef kynnst,“ skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins um úrskurð kærunefndar jafnréttismála gegn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á heimasíðu sína. 24. mars 2011 15:46
Úrskurður kærunefndar alvarlegur fyrir Samfylkinguna „Nýlegur úrskurður kærunefndar jafnréttismála er alvarlegur fyrir stjórnsýsluna og flokk sem kennir sig við kvenfrelsi," segir í ályktun kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem samþykkt var í dag. Sem kunnugt er komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu á dögunum að Jóhanna Sigurðardóttir hefði gerst sek um brot á jafnréttislögunum þegar hún réð karlmann í starf skrifstofustjóra stjórnsýslu- og samfélagsþróunar. 25. mars 2011 21:48
Jóhanna segist ekki ætla að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íhugar ekki afsögn í framhaldi af því að hún braut jafnréttislög samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála. Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í óundurbúnum fyrirspurnatíma og sagðist ekki trúa öðru en að Jóhanna væri að íhuga afsögn vegna málsins. "Er hún ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn?" spurði Bjarni og sagði blasa við þjóðinni að það væri eina færa leiðin fyrir hana. Jóhanna tók þá til máls og svaraði Bjarna: "Ég tel ekki efni til að segja af mér" og vísaði til þess að faglega hefði verið staðið að ráðningu umrædds skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Tók Jóhanna fram að sú kona sem kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála hafi verið metin fimmta hæfust í starfið hjá ráðuneytinu. Bent hefur verið á að ef umrædd kona hefði verið ráðin í starfið ætti Jóhanna mögulega yfir höfði sér ákúrur fyrir að ráða flokkssystur sína frekar en hæfari einstakling. Jóhanna sagði á Alþingi að þó hún íhugaði ekki afsögn þá hefði það vel komið til greina ef hún hefði gerst sek um pólitíska stöðuveitingu. Rifjaði hún í framhaldinu upp ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara í ráðherratíð Árna Mathiesen sem leit framhjá hæfnismati og skipaði þann sjöunda hæfasta í stöðuna. 24. mars 2011 10:47
Jóhanna kallar eftir sátt í jafnréttismálinu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlar ekki að kæra úrskurð kærunefndar jafnréttismála til dómstóla. Arnar Þór Másson var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Anna Ólafsdóttir taldi að með ráðningunni hefðu jafnréttislög verið brotin og kærði málið til kærunefndar jafnréttismála. 10. maí 2011 15:07
Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43
Jóhanna: Ég er með hreina samvisku Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. 23. mars 2011 18:35
Átti fremur von á dauða sínum en úrskurði kærunefndarinnar „Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í bréfi sem hún sendi félögum sínum í Samfylkingunni í dag. Ástæðan er úrskurður kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu hefði Jóhanna brotið jafnréttislög. 24. mars 2011 22:30
Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus 23. mars 2011 14:45