Innlent

Þagnarskylda takmarkast við öryggi barna

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er formaður Lögmannafélags Íslands.
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er formaður Lögmannafélags Íslands. Mynd/GVA

Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, segir prestum skylt að tilkynna um brot gegn börnum. Að hans mati lýkur þagnarskylda presta þegar kemur að barnaverndarlögum. Þagnarskylda víkur þannig fyrir tilkynningarskyldu.

Brynjar tekur þar með undir með Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, sem sagði í samtali við Vísi í gær tilkynningaskyldu ganga framar öðru.

Ummæli séra Geirs Waage, sóknarprest í Reykholti, um að prestum bæri ekki að tilkynna vitneskju sína um kynferðisbrot gagnvart börnum vöktu hörð viðbrögð. Karl Sigurbjörnsson, biskup, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann mótmælti orðum Geirs. Hann hyggst funda fljótlega með sóknarprestinum vegna málsins. Þá hafa nokkrir prestar mótmælt ummælum Geirs og jafnframt kallað eftir því að biskup leysi hann frá störfum.

Brynjar var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar vísaði hann til barnaverndarlaga og sagði þá sem starfa að málefnum barna skylt að tilkynna um brot gegn þeim. „Þannig að þagnarskyldan hvað þau mál varðar víkur fyrir þessari tilkynningarskyldu."

Brynjar sagði menn kunna að hafa mismunandi skoðanir á því hvort túlki eigi lögin með hliðsjón af lögum um meðferð sakamála. Brynjar benti á að barnaverndarlögin væru sérlög og jafnframt yngri. „Þarna er bara verið að takmarka þessa þagnarskyldu og menn verða að una því hvort sem mönnum líkar það betur eða verr."

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.








Tengdar fréttir

Aukinn áhugi á úrsögnum úr kirkjunni

Starfsfólk Þjóðskrár Íslands verður vart við stíganda í fyrirspurnum frá fólki um það hvernig eigi að bera sig að við úrsagnir úr Þjóðkirkjunni. Þetta segir Haukur Ingibergsson, forstjóri stofnunarinnar, í samtali við Vísi.

Biskupinn í Kastljósinu: Ætla ekki að segja af mér

Karl Sigurbjörnsson neitar því að hafa hvatt konurnar, sem sökuðu Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisofbeldi, að draga ásakanir sínar til baka. Hann segist ekki rengja sögu Guðrúnar Ebbu, dóttir Ólafs Skúlasonar, sem jafnframt sakaði biskupinn um kynferðisofbeldi. Karl sagði í Kastljósviðtalinu ekki telja ástæðu til að hann stigi til hilðar.

Dómsmálaráðherra fundar með biskupi

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum.

Ábyrgðin hjá biskupi

Þjóðkirkjan verður sjálf að leysa úr þeim málum sem á borði hennar eru núna. Þetta er niðurstaða Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannréttindamálaráðherra. Hún fundaði með Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands um málefni Þjóðkirkjunnar í dag. „Ég hef skoðað þessi mál því ég vildi fullvissa mig um það hverjar skyldur ráðuneytisins eru í þessu máli. Það er alveg ljóst að þau verða alfarið leyst innan Þjóðkirkjunnar,“ segir Ragna.

Séra Bjarni: Sjónarmið Geirs Waage varðar brottrekstur

„Það er háskalegt og varðar hreinan brottrekstur úr prestsembætti að halda fram því sem sr. Geir Waage gerir," segir séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, um þá skoðun Geirs að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum sé algjör og þar sé engan milliveg að finna.

Skriftarbarn getur ekki bundið samvisku prestsins

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Sveinn að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjöra og þar væri engan milliveg að finna.

Geir Waage: Ríkari trúnaðarskylda gildir um presta

Geir Waage, prestur í Reykholti segir að tilkynningaskylda presta hafi litla raunhæfa þýðingu því án trúnaðar verði prestum aldrei trúað fyrir nokkru. Hann segir ríkari trúnaðarskyldu lagða á presta. Þetta kemur fram í grein sem Geir ritar í Morgunblaðið í dag.

Þjóðkirkjan hrökk í vörn

Karl Sigurbjörnsson biskup segir kirkjuna hafa brugðist í málefnum kvennanna þriggja sem leituðu hjálpar vegna kynferðislegrar áreitni af hendi Ólafs Skúlasonar biskups. Hann vísar því á bug að hafa reynt að þvinga konurnar til að falla frá ásökununum. Biskup segir málið snúið og auðvelt sé að vera vitur eftir á. Hann segir þjóðkirkjuna hafa brugðist og greinilegt sé að ekki hafi verið komið konunum til hjálpar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×