EM 2014 karla

Fréttamynd

Þetta verður sannkallað stríð

Varnartröllið brosmilda, Sverre Andreas Jakobsson, er væntanlega að taka þátt í sínu síðasta stórmóti. Hann hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun um að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki komnir áfram þó svo við vinnum Norðmenn

"Ég kann mjög vel við mig í Danmörku. Alltaf þegar ég lendi í Kaupmannahöfn kemur svona tilfinning að ég sé komin heim rétt eins og í Keflavík," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann var lengi búsettur í Danmörku og þjálfaði þar meðal annars lið Skjern á sínum tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur utan hóps á morgun

Ólafur Andrés Guðmundsson verður svokallaði sautjándi maðurinn í íslenska landsliðinu en Aron Kristjánsson tilkynnti sextán manna lokahóp sinn fyrir EM í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Robbi öfundar mig af gráa hárinu

Það var létt yfir herbergisfélögunum Snorra Steini Guðjónssyni og Róberti Gunnarssyni eftir æfingu landsliðsins í Gigantium-höllinni í Álaborg í dag. Róbert gerði sitt besta til þess að trufla blaðamann í viðtalinu og skaut sér inn í viðtalið en vildi þó ekki vera með.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur spilar á morgun

"Ég geri sömu kröfur til mín fyrir alla leiki á meðan ég er í búningi. Það eru engar afsakanir og ekkert væl," segir Guðjón Valur Sigurðsson en hann tók þátt af fullum krafti á æfingu landsliðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Nú get ég farið að einbeita mér að leiknum

"Ég er flottur. Annars væri ég ekkert hérna. Ég er klár í leikinn á morgun," segir skyttan Arnór Atlason. Hann hefur náð fullri heilsu sem eru afar góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið sem spilar sinn fyrsta leik á EM á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Kjelling er klár í slaginn

Það er mikill styrkur fyrir Norðmenn að þeirra helsta stjarna, Kristian Kjelling, er búinn að jafna sig af meiðslum og ætti að geta beitt sér að fullu.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur kom vel út úr prófinu

Aron Kristjánsson valdi í gær 17 manna hóp fyrir Evrópumótið í Danmörku og eru bæði Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason með. Mikil óvissa var um þátttöku þeirra og þá sérstaklega Guðjóns Vals sem hefur ekki æft með liðinu vegna meiðsla á kálfa.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar unnu heimsmeistara Spánverja

Svíþjóð vann fimm marka sigur á Spáni í æfingaleik í Malmö í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Danmörku sem hefst um næstu helgi. Spánverjar eru í riðli með okkur Íslendingum og ríkjandi heimsmeistarar.

Handbolti
Fréttamynd

EM í Danmörku verður síðasta mótið hjá Sverre

Sverre Andreas Jakobsson, varnartröllið í íslenska handboltalandsliðinu, ætlar að kveðja landsliðið á Evrópumótinu í Danmörku sem hefst um næstu helgi. Þetta kom fram í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór Atlason: Búinn að brosa hringinn eftir æfinguna í dag

Arnór Atlason verður með á EM í Danmörku en það kom endanlega í ljós þegar Aron Kristjánsson tilkynnti EM-hópinn sinn í dag. Arnór hefur verið að glíma við kálfameiðsli en vann kapphlaupið við tímann sem eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska handboltalandsliðið.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur: Ég útiloka aldrei neitt en lofa heldur engu

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilað í 39 leikjum í röð á EM og verið inná vellinum í meira en 36 klukkutíma á síðustu sjö Evrópumótum íslenska handboltalandsliðsins. Það ræðst í dag hvort Guðjón Valur verður með á EM í Danmörku.

Handbolti