Handbolti

Norðmenn með móttöku í Álaborg

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Þessum miða hefur verið dreift um alla Álaborg og Norðmenn ætla sér að fá allan stuðning heimamanna gegn Íslandi.
Þessum miða hefur verið dreift um alla Álaborg og Norðmenn ætla sér að fá allan stuðning heimamanna gegn Íslandi.
Norðmenn treysta á mikinn stuðning í leiknum gegn Íslandi á morgun. Ekki bara frá Norðmönnum heldur einnig frá fólkinu í Álaborg.

Tveir af leikmönnum norska liðsins - Ole Erevik og Håvard Tvedten - spila með liði Álaborgar og stórstjarna norska liðsins, Kristian Kjelling, var á mála hjá Álaborg í fyrra.

Norðmenn eru með mikla móttöku sem hefst eftir hálftíma. Borgarstjóri Álaborgar, Thomas Kastrup-Larsen, leynir því ekkert með hverjum hann heldur því hann sér um móttökuna ásamt sendiherra Noregs, Ingvard Havnen.

Þar verða þeir Erevik, Tvedten og Kjelling. Þeir munu bjóða upp á myndatökur og spjalla við gesti og gangandi.

Það er deginum ljósara að Ísland verður á mjög erfiðum útivelli á morgun í hinni stóru og glæsilegu Gigantium-höll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×