Handbolti

Stórmótareynsla EM-hópsins í Danmörku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er á leiðinni á sitt tólfta stórmót.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er á leiðinni á sitt tólfta stórmót. Mynd/AFP
Guðjón Valur Sigurðsson er langreyndasti leikmaður íslenska EM-hópsins sem var tilkynntur í gær en landsliðsfyrirliðinn er á leiðinni á sitt sautjánda stórmót.

Róbert Gunnarsson kemur næstur en hann er á leið á sitt þrettánda mót og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru að taka þátt í sínu tólfta stórmóti.

EM-hópurinn og stórmótareynslan:

Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson (7. stórmótið) og Aron Rafn Eðvarðsson (3.).

Hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson (17.), Þórir Ólafsson (7.) og Stefán Rafn Sigurmannsson (2.).

Skyttur: Ásgeir Örn Hallgrímsson (12.), Arnór Atlason (9.), Aron Pálmarsson (6.), Ólafur Guðmundsson (4.) og Rúnar Kárason (2.).

Leikstjórnendur: Snorri Steinn Guðjónsson (12.), Gunnar Steinn Jónsson (nýliði).

Línumenn: Róbert Gunnarsson (13.), Vignir Svavarsson (10.) og Kári Kristjánsson (5.).

Varnarmenn: Sverre Jakobsson (9.) og Bjarki Már Gunnarsson (nýliði).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×