Handbolti

Norsku leikmennirnir fá 1,4 milljónir fyrir gull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins.
Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins. Nordic Photos / Getty
Norska handknattleikssambandið tilkynnti í dag bónusgreiðslur til leikmanna fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku um helgina.

Verði Norðmenn Evrópumeistarar fær hver leikmaður 75 þúsund norskar krónur í sinn hlut eða 1,4 milljónir króna. Upphæðin minnkar svo en leikmenn fá bónus fyrir að ná minnst fimmta sæti.

Við þetta bætast svo 565 þúsund krónur ef Norðmönnum tekst að tryggja sér sæti í næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram í Katar á næsta ári.

Noregur og Ísland eru saman í B-riðli Evrópumeistaramótsins og mætast á sunnudaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Íslensku leikmennirnir hafa aldrei fengið bónusgreiðslur frá HSÍ fyrir árangur á mótum en þó fengið greidda dagpeninga á meðan keppninni stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×