Handbolti

Ólafur utan hóps á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson ræðir við Aron Kristjánsson.
Ólafur Guðmundsson ræðir við Aron Kristjánsson. Mynd/Vilhelm
Ólafur Andrés Guðmundsson verður svokallaði sautjándi maðurinn í íslenska landsliðinu en Aron Kristjánsson tilkynnti sextán manna lokahóp sinn fyrir EM í dag.

Ísland mætir Noregi í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta klukkan 15.00 á morgun. Ákveðið var að halda utan með sautján manna leikmannahóp vegna meiðsla nokkurra lykilmanna í aðdraganda mótsins.

Allir leikmenn eru þó klárir í slaginn og verður Ólafur því í stúkunni fyrst um sinn. Hverju liði er þó heimilt að gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum á meðan mótinu stendur og verður því Ólafur innan seilingar ef nauðsyn krefur.

Leik Íslands og Noregs verður lýst beint hér á Vísi sem og á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×