Enski boltinn

Suarez dæmdur í tíu leikja bann

Suarez er hér nýbúinn að bíta Ivanovic.
Suarez er hér nýbúinn að bíta Ivanovic.
Framherji Liverpool, Luis Suarez, var í dag dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi.

Suarez mótmælti ekki ákærunni þegar hún var gefin út í gær og sagði við það tilefni að þriggja leikja bann væri næg refsing fyrir bitið. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins var ekki sammála.

Bannið er því talsvert högg fyrir framherjann sem spilar ekki meira á þessu síðasta tímabili. Liverpool á fjóra leiki eftir af tímabilinu og Suarez verður því í banni í fyrstu sex leikjum næsta tímabils.

Suarez hefur fram á föstudag til þess að áfrýja banninu.

Þetta er í annað sinn sem Suarez fer í bann fyrir að bíta leikmann. Hann var dæmdur í sjö leikja bann í Hollandi á sínum tíma er hann beit leikmann PSV Eindhoven.

Þetta er annað langa bannið sem Suarez fær í enska boltanum en hann var dæmdur í átta leikja bann í fyrra eftir samskipti sín við Patrice Evra, leikmann Man. Utd, en Evra sakaði Suarez um að vera með kynþáttaníð í sinn garð.


Tengdar fréttir

Suarez þarf á hjálp að halda

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool og liðsfélagi Luis Suarez, segir að sá síðarnefndi þurfi fyrst og fremst á hjálp að halda.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Tyson styður Suarez

"Hann beit einhvern. Svona lagað gerist,“ sagði hnefaleikakappinn Mike Tyson um umtalað atvik sem kom upp í enska boltanum um helgina.

Liverpool sektaði Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur staðfest að hann hafi fengið sekt frá félaginu fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Sektarupphæðin er ótilgreind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×