MÁNUDAGUR 16. JANÚAR NÝJAST 11:36

Ökumađur rauđa bílsins enn ekki gefiđ sig fram

FRÉTTIR

Skýrar vísbendingar um veiđistöđ fyrir landnám

 
Innlent
21:15 15. FEBRÚAR 2016

Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. Þau benda til að Ísland hafi verið nýtt sem veiðistöð áratugum saman áður en almennt landnám hófst.

Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur fer fyrir rannsókninni, sem staðið hefur yfir með hléum í rúman áratug. Meðal annars hafa fundist skáli, jarðhýsi og matarhola. Þetta gætu verið elstu mannabústaðir á Íslandi, hugsanlega frá árabilinu í kringum 840. Elsti hluti tóftanna gæti jafnvel verið enn eldri, miðað við aldursgreiningar allt aftur til ársins 770. 

„Ágiskun mín og tilfinning er að þetta er einhverntímann skömmu eftir 800. Lengra fer ég ekki,“ segir Bjarni. 

Það sem vekur sérstakan áhuga Bjarna er að honum hefur ekki tekist að finna nein merki um að þetta hafi verið hefðbundinn landnámsbær. Það hefur til dæmis ekkert fjós fundist, þrátt fyrir ítarlega leit. 

„Þá fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað er þetta ef þetta er ekki bóndabær?,“ spyr Bjarni. 

Svar hans er að þetta hafi verið útstöð eða veiðistöð, þar sem auðlindir svæðisins voru nýttar, eins og búrhvals- og rostungstennur, fiskur, selur, fuglar og egg. 

„Þetta er forveri landnámsins. Og þá er kenningin þessi: Að landnámið sem slíkt sem fyrirbæri er afleiðing af nýtingu manna á landinu í einhverja áratugi. Ég veit náttúrlega ekki hversu lengi. Og á grundvelli þeirrar nýtingar þá skapaðist þekking og sú þekking fór með fólki yfir hafið aftur.“ 

Gerð og útlit mannvirkjanna í Höfnum segir Bjarni benda til að fólkið sem byggði þau hafi komið frá Hjaltlandseyjum eða Noregi. 

Nánar er fjallað um fornleifarannsóknina í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Skýrar vísbendingar um veiđistöđ fyrir landnám
Fara efst