Innlent

Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smáís.
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smáís.
Stjórn Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðuna segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna, Snæbjörns Steingrímssonar, sem gegndi starfinu frá árinu 2007. RÚV greinir frá.

Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum. Meðlimir samtakanna eru Samfélagið, Sena, Myndform, 365 miðlar, RÚV og Skjárinn að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna.

Stjórn Smáís kærði Snæbjörn til embættis sérstaks saksóknara í maí en ákvörðunin var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðaðar við starfslok hans. Snæbjörn hafði starfað sem framkvæmdastjóri í sex ár en sagði upp störfum í árslok 2013. Fór hann mikinn í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali fyrir hönd Smáís.

Í gjaldþrotaskiptabeiðninni, sem RÚV hefur undir höndum, er fullyrt að ársreikningar hafi verið falsaðir um árabil, opinberum gjöldum hafi ekki verið skilað með réttum hætti og bókhald hafi verið vanrækt. Segir að Snæbjörn hafi viðurkennt fjárdrátt sinn fyrir stjórninni.

Stjórn Smáís segir samtökin ekki hafa talið fram til skatts frá 2007 eða frá því Snæbjörn tók við starfi framkvæmdastjóra. Þá hafi virðisaukaskattsnúmeri félagsins verið lokað árið 2011. Því sé félagið ógjaldfært í dag og ekki um annað að ræða en að óska eftir gjaldþrotaskiptum.


Tengdar fréttir

Vilja sérstaka deild í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali

Ef baráttan gegn ólöglegu niðurhali á að skila einhverjum árangri er nauðsynlegt að setja upp sérstaka deild innan lögreglunnar sem einbeitir sér að úrvinnslu slíkra mála. Þetta segir framkvæmdastjóri SMÁÍS.

„Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“

„Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís.

"Svona síða á ekki að vera til“

Skráarskiptasíðan Deildu.net heimilar nú deilingu á íslensku efni. Snæbjörn Steingrímsson hjá SMÁÍS segir þá sem standa á bak við síðuna ekki eiga von á góðu.

Eins og að stela DVD úr verslun

Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu.

SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga

"Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS.

SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi.

SMÁÍS borgaði skuldina

Samtök myndrétthafa á Íslandi hafa gert upp skuld sína vegna skoðunarkerfis.

Ánægður með niðurstöðu í DC++ máli

Rétthafar tónlistar og myndefnis lýsa yfir ánægju sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem fallist var á kröfu ákæruvaldsins og allir einstaklingar sem ákærðir voru, í hinu svo kallaða DC++ máli, sakfelldir fyrir margvísleg brot á höfundarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×