NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Stefnir á endur­komu eftir bar­áttu við þung­lyndi

Hinn 31 árs gamli Dion Waiters stefnir á endurkomu í NBA-deildina en hann hefur ekki spilað í henni síðan hann var hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers sumarið 2020. Hann hefur glímt við þunglyndi og segir mikilvægt fyrir fólk að tala við einhvern.

Körfubolti
Fréttamynd

Greip ekki í Wemb­an­y­am­a og var ekki sleg­in í gólfið

Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið.

Lífið
Fréttamynd

Kobe verður á kápunni

Heiðurshallarmeðlimurinn Kobe Bryant verður á forsíðu á nýju útgáfu NBA körfubolta tölvuleiksins NBA 2K en útgefendur leiksins tilkynntu þetta í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM

Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Valinn fyrstur í nýliðavali NBA en hitti ekki neitt

Spennan í kringum komu Victor Wembanyama í NBA deildina í körfubolta er nánast svipuð eins og þegar LeBron James mætti fyrir tuttugu árum. Þessi nítján ára Frakki þykir einstakur leikmaður, 219 sentímetra strákur með knattrak og skottækni bakvarðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama valinn fyrstur í nýliðavali NBA

San Antonio Spurs nýtti fyrsta valrétt nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta til að krækja í franska ungstirnið Victor Wembanyama í nótt. Þar með varð verst geymda leyndarmál íþróttana staðfest.

Körfubolti