Körfubolti

Þrjár NBA stjörnur hafa kallað sjö sinnum eftir vistaskiptum frá 2021

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden ætluðu að mynda ofurlið hjá Brooklyn Nets en spiluðu lítið saman inn á vellinum vegna ýmissa ástæðna.
Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden ætluðu að mynda ofurlið hjá Brooklyn Nets en spiluðu lítið saman inn á vellinum vegna ýmissa ástæðna. Getty/Jim Davis

Vald súperstjarnana í NBA deildinni í körfubolta er mikið og gott dæmi um það er hegðun James Harden, Kyrie Irving og Kevin Durant undanfarin ár

Þessir þrír leikmenn eru allir á risasamningum og í hópi bestu leikmanna deildarinnar en þeir hafa jafnframt beðið sjö sinnum um að vera skipt til annars félags á síðustu rúmu tveimur árum.

Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden komu saman í Brooklyn Nets til að mynda ofurlið en niðurstaðan af því ævintýri var ekki merkileg enda spiluðu þeir mjög sjaldan saman inn á vellinum. Svo fór að þeir vildu allir komast í burtu.

Irving og Durant losnuðu ekki í fyrstu tilraun frá Brooklyn Nets eftir að hafa beðið um vistaskipti í fyrrasumar en þeir fengu síðan að sleppa til Dallas Mavericks og Phoenix Suns í febrúar.

Harden hefur einnig verið duglegur að biðja um að vera skipt til annars félags frá því að hann losnaði frá Houston Rockets og komst til Brooklyn Nets. Honum var síðan skipt til Philadelpha 76ers og nú er hann enn einu sinni að biðja um skipti.

Kevin Durant virðist vera sáttur hjá Phoenix Suns og er væntanlega ekki á förum þaðan í bráð.

Meiri óvissa er í kringum framtíðina hjá þeim Kyrie Irving og James Harden. Irving gæti skrifað undir nýjan langan samning við Dallas Mavericks en nú síðast fréttist af því að hann ætli að funda með Phoenic Suns.

Harden er að leita sér að nýju félagi með hjálp 76ers en hann er á samningi hjá Philly á næstu leiktíð þótt að það séu nær engar líkur að hann spili áfram með liðinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×