Körfubolti

Wembanyama valinn fyrstur í nýliðavali NBA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
San Antonio Spurs valdi Victor Wembanyama með fyrsta valrétti.
San Antonio Spurs valdi Victor Wembanyama með fyrsta valrétti. Sarah Stier/Getty Images

San Antonio Spurs nýtti fyrsta valrétt nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta til að krækja í franska ungstirnið Victor Wembanyama í nótt. Þar með varð verst geymda leyndarmál íþróttana staðfest.

Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í  gegnum nýliðavalið síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003.

Hinn 19 ára gamli Wembanyama er 223,5 sentímetrar á hæð og skilaði 20,6 stigum, 10,1 frákasti, 3,0 vörðum skotum og 2,5 stoðsendingum að meðaltali í 44 leikjum með Boulogne-Lavallois Metropolitans 92 í frönsku deildinni á síðasta tímabili.

Þá nýtti Charlotte Hornets annan valréttinn til að næla í Brandon Miller og Scoot Henderson var valinn þriðji af Portland Trail Blazers.

Thompson-tvíburarnir Amen og Ausar voru svo valdir með fjórða og fimmta valrétti, Amen gengur til liðs við Houston Rockets og Ausar við Detroit Pistons.

Valið í heild sinni má sjá í Twitter-færslu NBA-deildarinnar hér fyrir neðan.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×