Körfubolti

Clippers sparar sér meira en þrettán milljarða með að láta einn leikmann fara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Gordon spilar ekki fleiri leiki með LA Clippers í NBA deildinni í körfubolta.
Eric Gordon spilar ekki fleiri leiki með LA Clippers í NBA deildinni í körfubolta. GettyChristian Petersen

NBA félagið Los Angeles Clippers lét bakvörðinn Eric Gordon fara í gær en þetta var sannkölluð sparnaðaraðgerð.

Gordon átti að fá 21 milljón dollara í laun fyrir komandi tímabil eða rúma 2,8 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið sparar sér samt miklu meira en það því liðið sleppir með þessu einnig við lúxusskatt.

Talið er að eigandi Clippers sleppi nú við að greiða hundrað milljónir Bandaríkjadala í skattinn en það eru meira en þrettán milljarðar íslenskra króna. Lúxusskatt þurfa félög að greiða fari þau yfir launþak deildarinnar og hann er alltaf að hækka.

Lúxusskatturinn fer úr 169 milljónum niður i 59 milljónir dollara en það er lækkun um á 13,6 milljarða íslenskra króna.

Clippers hafði skipt á Luke Kennard, John Wall og valrétti fyrir Eric Gordon í febrúar.

Gordon var með 11 stig í leik og hitti úr 42 prósent þriggja stiga skota sinna. Hann var aftur á móti bara með 10,2 stig í leik og 34,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu í úrslitakeppninni.

Gordon er nú frjáls allra mála og mun væntanlega finna sér nýtt félag í sumar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×