Erlent

Komist að samkomulagi í Genf

Bjarki Ármannsson skrifar
Sergei Lavrov á fundinum í dag.
Sergei Lavrov á fundinum í dag. Vísir/AFP
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að allir aðilar hafi komist að niðurstöðu um að draga úr átökum í Úkraínu eftir samningafund í Genf. Fulltrúar Rússa, Úkraínumanna, Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins hafa setið að samningaborði í svissnesku borginni í dag.

Samkvæmt BBC segir Lavrov að öllum ólögmætum heraðgerðum í landinu verði hætt og að allir aðskilnaðarsinnar sem lagt hafa undir sig byggingar verði að sleppa þeim og leggja niður vopn.

Líkt og Vísir hefur greint frá hefur komið til átaka í austanverðri Úkraínu milli yfirvalda og aðskilnaðarsinna sem vilja kjósa um sameiningu svæðisins við Rússland. Þrír eru sagðir hafa látist í átökum í nótt.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnar stillingu yfirvalda í Úkraínu undanfarnar vikur og segir að ef aðskilnaðarsinnar afvopnist ekki sem fyrst og yfirgefi herteknar byggingar og svæði í Austur-Úkraínu muni Rússland fá að gjalda þess. 


Tengdar fréttir

Átökin breiðast hratt út

Talið er að ellefu manns hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu sem breiðast nú hratt út til nærliggjandi borga og bæja.

Vilja innlima fleiri héruð í Rússland

200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, brutust inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu. Þeir krefjast þess atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland.

30.000 hermenn við landamæri Úkraínu

Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu.

Átök fara harðnandi í Úkraínu

Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×