ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 23:34

Má heita Steđji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia

FRÉTTIR

Hratt kvikuflćđiđ á viđ hálfa Ţjórsá

 
Innlent
19:15 20. ÁGÚST 2014

Hraunelfan sem streymir úr iðrum Bárðarbungu er að umfangi álíka og flæði hálfrar Þjórsár og hefur þegar myndað 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli. Engin merki sjást enn um að kvikan sé á leið til yfirborðs en skjálftavirknin er þó áfram öflug. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir kvikustreymið vera hratt og rétt að menn haldi áfram vöku sinni.


Rauđa línan táknar 25 kílómetra berggang sem kvikan er talin hafa myndađ milli Bárđarbungu og Kverkfjalla.
Rauđa línan táknar 25 kílómetra berggang sem kvikan er talin hafa myndađ milli Bárđarbungu og Kverkfjalla. GRAFÍK/JARĐVÍSINDASTOFNUN HÍ.

Á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands telja menn sig greina að Bárðarbunga sé á síðustu fimm dögum búin að mynda 25 kílómetra langan berggang, sem teygir sig til norðausturs og undir Dyngjujökul. 

„Það streymir kvika undan miðri Bárðarbungu og inn í þennan berggang," segir Freysteinn.


Frá hraunfossi á Fimmvörđuhálsi áriđ 2010. Hraunelfan frá Bárđarbungu er talin á stćrđ viđ hálfa Ţjórsá.
Frá hraunfossi á Fimmvörđuhálsi áriđ 2010. Hraunelfan frá Bárđarbungu er talin á stćrđ viđ hálfa Ţjórsá.

Og það er engin smáræðis hraunelfa sem þarna flæðir. Freysteinn segir streymi kvikunnar inn í þennan berggang jafngilda hálfu meðalrennsli Þjórsár eða Ölfusár. Magn kvikunnar geti verið komið upp í 60 til 90 milljónir rúmmetra á þessum fimm dögum sem liðnir eru frá því umbrotin hófust. Þetta er álíka og þriðjungur af því sem kom upp úr Heimaeyjargosinu á fimm mánuðum. 

Engar breytingar hafa til þessa sést á yfirborði jökulsins og engin merki sjást um að kvikan leyti til yfirborðs. Þegar Freysteinn er spurður hvernig hann meti hættuna á gosi á næstu dögum svarar hann að á meðan vísbendingar séu um hratt kvikustreymi undir eldstöðvakerfinu sé eðlilegt að hafa varann á sér. Þessari atburðarás geti þó einnig lokið án eldgoss.


Jarđfrćđikort sem ÍSOR birti síđdegis af jarđskjálftahrinunni í Vatnajökli.
Jarđfrćđikort sem ÍSOR birti síđdegis af jarđskjálftahrinunni í Vatnajökli.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hratt kvikuflćđiđ á viđ hálfa Ţjórsá
Fara efst