Innlent

Gjaldtaka á Geysissvæðinu bönnuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá gjaldtöku á svæðinu.
Frá gjaldtöku á svæðinu. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu. Landeigendum hefur því verið gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn.

Í samtali við Vísi þann 1. apríl sagði Ívar Pálsson, lögmaður ríkisins, að yrði kröfunni hafnað væri hægt að skjóta þeirri ákvörðun til hæstaréttar. Einnig þyrfti að höfða dómsmál til að fá úr því skorið hver raunveruleg réttindi aðila á svæðinu væru.

Sýslumaður hafði hafnað lögbannskröfunni þann 17. mars, tveimur dögum eftir að gjaldtakan hófst, en ríkið skaut þó málinu til Héraðsdóms Suðurlands. Gjaldtakan hófst þann 15. mars og hefur innganga á svæðið kostað 600 krónur.


Tengdar fréttir

„Við eigum þetta allt“

Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir.

Gjaldheimta í ferðaþjónustu eins og í Villta vestrinu

Formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að huga að almannarétti þegar kemur að gjaldtöku á ferðamannastöðum og við náttúruperlur landsins. Gullgrafaraæði ríkir sagði Katrín Júlíusdóttir.

Vill senda lögreglu á Geysissvæðið

„Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson á Alþingi í dag.

Segir gjaldtökuna vel heppnaða

Umræðan um gjaldtökuna á Geysissvæðinu hefur verið mikil upp á síðkastið og ekki eru allir á eitt sáttir. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir fyrstu daga gjaldtökunnar hafa gengið prýðilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×