Fleiri fréttir

Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook

Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook.

Ekki sátt um tillögu Haga

Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi ekki sýnt fram á í nýrri samrunatilkynningu að þar sé leyst úr öllum samkeppnislegum vandamálum sem leiði af samruna Haga við Olís og fasteignafélagið DGV.

Harpa stendur aðeins betur

Harpa kynnti nýverið ársreikning sinn og Svanhildur segir að það séu ákveðin góð tíðindi í þessum ársreikningi.

Segir reynt að útrýma samkeppni

Stjórnarformaður Gray Line á Íslandi vill meina að svo virðist sem hluthafar Bláa lónsins hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni.

Kynna flug til Asíu í næsta mánuði

Skúli segir að vöxtur Wow air á næstu árum verði fyrst og fremst í Asíuflugi og að flugfloti félagsins gæti tvöfaldast á næstu árum.

Harpa tapað 3.400 milljónum

Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins.

Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi

Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segist vonast til þess að sem allra flestar bækur annarra útgefanda verði aðgengilegar í appinu. Hægt verður að kaupa stakar bækur.

Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira

Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði.

Yfirframleiðandi segir skilið við CCP

Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní.

Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands

Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar.

Sigurður Gísli fluttur heim og vill byltingu í umhverfismálum

Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun.

„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“

Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands.

Hópuppsagnir hjá Novomatic

Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013.

Kári nýr formaður stjórnar RÚV

Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess.

Gætu fengið um 400 milljóna króna hlut

Hluthafar Heimavalla GP eiga rétt á árangurstengdri greiðslu í formi hlutar í leigufélaginu. Gætu fengið tveggja prósenta hlut ef útboðsgengið verður um 1,7 krónur á hlut. Hafa áður fengið um 480 milljónir fyrir ráðgjafastörf 2015 - 2017.

Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði

Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið.

Engin ný viðskipti fyrr en að loknum úttektum

ortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila.

Björgvin Ingi til Deloitte

Björgvin Ingi Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar Íslandsbanka, hefur verið ráðinn sviðsstjóri Deloitte Consulting á Íslandi.

Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni

Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins.

MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru

Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni.

Níu milljóna tap Hótels 1919

Eignarhaldsfélagið Hótel 1919, sem rekur hótel undir nafni Radisson Blu við Pósthússtræti, skilaði um níu milljóna króna tapi í fyrra borið saman við hagnað upp á tæplega 38 milljónir króna á árinu 2016.

Laun og íbúðaverð í takt í mars

Þessi nýja mæling er sögð enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan.

RÚV semur um lægri vexti

Ríkisútvarpið og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafa samið um skilmálabreytingu á skuldabréfum sem gefin voru út í október árið 2000.

„Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“

Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma.

Íslendingar þéna mest á Airbnb

Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri.

Sjá næstu 50 fréttir