Viðskipti innlent

Björgvin Ingi til Deloitte

Hörður Ægisson skrifar
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar Íslandsbanka, hefur verið ráðinn sviðsstjóri Deloitte Consulting á Íslandi. Samhliða verður Björgvin einn eigenda Deloitte. Björgvin Ingi, sem hefur einnig starfað hjá Meniga og alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Mckinsey & Company, er með MBA-gráðu frá Kellog School of Management og BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, segir að það sé mikil ánægja að fá Björgvin Inga í hópinn til þess að leiða uppbyggingu Deloitte Consulting sem er hluti af ráðgjafararmi fyrirtækisins í Evrópu og með um 50 starfsmenn á Íslandi. Stefnt er að frekari eflingu starfseminnar hér á landi.

Björgvin Ingi segist „hlakka til að leiða öfluga ráðgjafareiningu og er sannfærður um að sterkt bakland Deloitte Consulting á heimsvísu styður vel við frekari uppbyggingu öflugrar einingar á Íslandi“.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×