Viðskipti innlent

Swedbank fjárfestir fyrir hundruð milljóna í Meniga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Georg Lúðvíksson er forstjóri og einn af stofnendum Meniga.
Georg Lúðvíksson er forstjóri og einn af stofnendum Meniga. meniga
Sænski viðskiptabankinn Swedbank hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga fyrir þrjár milljónir evra eða sem samsvarar 371 milljón íslenskra króna. Þá hefur bankinn einnig hafið innleiðingu á snjallsíma-og netbankalausnum Meniga til þess að bjóða viðskiptavinum bankans persónulegri notendaupplifun, eins og það er orðað í tilkynningu.

„Við erum mjög ánægð að bjóða Swedbank velkomin sem fjárfesti í Meniga og hlökkum til að vinna með bankanum til að endurhanna snjallsíma- og netbankaumhverfi bankans. Við erum virkilega spennt yfir þeim metnaði sem Swedbank hefur sýnt til að bjóða viðskiptavinum sínum betri þjónustu og notendaupplifun. Við teljum það sýna mikið traust í Meniga að Swedbank hafi ákveðið að fjárfesta í fyrirtækinu ásamt því að velja okkur sem réttu lausnina fyrir bankann,“ er haft eftir Georg Lúðvíkssyni, forstjóra og einum af stofnendum Meniga, í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn fyrirtækisins í dag um 100 talsins. Hefur hugbúnaður Meniga verið innleiddur hjá  yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 50 milljón manns í 23 löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×