Viðskipti innlent

Laun og íbúðaverð í takt í mars

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessi nýja mæling er sögð enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan.
Þessi nýja mæling er sögð enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan. Vísir
Vísitala launa sem Hagstofa Íslands birti fyrr í dag sýnir að laun landsmanna hækkuðu að meðaltali um 0,3% í mars frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en þar segir að síðastliðna 12 mánuði hafi vísitalan hækkað um 7,1 prósent. Í mars hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 7,7 prósent og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 10 prósent. Ekki hefur munað svona litlu á árshækkun launa og íbúðaverðs síðan í júlí 2016.

Fyrir ári síðan, eða í mars 2017 hafði íbúðaverð hækkað um 20,9 prósent á einu ári meðan að laun höfðu einungis hækkað um 5 prósent og leiguverð um 10,3 prósent. Þessi nýja mæling er sögð enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×