Viðskipti innlent

WOW leitar að fólki til að ferðast um heiminn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
WOW borgar ferðakostnað, laun og afnot af íbúð í miðborg Reykjavíkur.
WOW borgar ferðakostnað, laun og afnot af íbúð í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Getty

Flugfélagið WOW air leitar að tveimur einstaklingum „sem geta hugsað stórt“ og hafa áhuga á því að ferðast um heiminn í sumar.

Það eina sem þeir þurfa að gera er að flytja til Íslands og halda úti ferðadagbók á myndbandaformi. Fyrir vikið fær hvor um sig greiddar um 3300 evrur í laun á mánuði og afnot af íbúðum í miðborg Reykjavíkur þeim að kostnaðarlausu. WOW mun jafnframt sjá um að greiða allan ferðakostnað.

Frá Íslandi munu sumarstarfmennirnir svo ferðast vítt og breitt um heiminn, til að mynda til borga á borð við Barcelona, Los Angeles, Stokkhólms og New York, og er þeim gert að hlaða upp myndböndum af ævintýrum sínum á netið. Þá eru þeir jafnframt skyldaðir til að ferðast um Ísland á þeim rúmu tveimur mánuðum sem ráðning þeirra gildir, frá 1. júní til 15. ágúst.

Íbúðin sem sumarstarfsmennirnir fá afnot af í miðborg Reykjavíkur. wow

Uppátækið hefur þegar vakið athygli í erlendum miðlum, vefurinn Business Insider slær því til að mynda upp að einstaklingarnir fái hvor í sinn hlut rúmar 400 þúsund krónur á mánuði til að flytja til Íslands og ferðast.

Áhugasamir geta sótt um starfið á vef WOW, sem nálgast má með því að smella hér. Með umsókninni þarf að fylgja stutt myndskeið þar sem umsækjendurnir deila skemmtilegum og ferðamannavænum upplýsingum um heimabæinn sinn.

Umsóknarfrestur er til 14. maí og verða sumarstarfsmennirnir kynntir til sögunnar þann 18. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.