Fleiri fréttir

Segja ráðherra skerða kjötkvóta

„Félag atvinnurekenda mótmælir þessum áformum ráðuneytisins harðlega,“ segir í bréfi félagsins til Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra vegna áforma ráðherrans um að „skerða einhliða tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjöt“.

Útboð í Heimavöllum hefst í dag

Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa.

Bjóða 7.900 krónur í laun á dag

Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis.

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela

Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum

Stjórn Hörpu svarar fyrir sig

Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum.

Bein útsending: 90 ára stórafmæli Félags atvinnurekenda

Félag atvinnurekenda fagnar stórafmæli 21. maí næstkomandi, en þá eru 90 ár frá stofnun Félags íslenskra stórkaupmanna, eins og félagið var þá kallað. Af því tilefni boðar FA til ráðstefnu og afmælismóttöku í Gamla bíói kl. 15-18 í dag.

Vendipunktur í verðbólguþróun

Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum.

Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent

Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum.

Eva Dögg og Starkaður Örn ráðin til Creditinfo

Eva Dögg Guðmundsdóttir og Starkaður Örn Arnarson hafa verið ráðin til Creditinfo. Þau hafa nú þegar hafið störf hjá félaginu, Eva Dögg sem markaðsstjóri og Starkaður Örn sem forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar.

Tryggt sér fjármögnun upp á ríflega 15 milljarða

Arctic Green Energy, íslenskt félag sem var stofnað til þess að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu, hefur samið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright og Þróunarbanka Asíu um fjármögnun upp á 150 milljónir dala eða sem jafngildir ríflega 15,1 milljarði króna.

Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion

Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní.

Rekstrartap Valitors jókst um milljarð

EBITDA-hagnaður Valitors Holding var neikvæður um 650 milljónir króna í fyrra. Forsvarsmenn kortafyrirtækisins gera ráð fyrir að reksturinn verði arðbær innan fimm ára. Viðskiptum félagsins við stærsta samstarfsaðila sinn, bandaríska fyrirtækið Stripe, verður hætt á þessu ári. Miklar fjárfestingar eru í pípunum.

Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun

Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017.

Hærri launakostnaður Icelandair áhyggjuefni

Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára.

Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi

Breytingum sem eru að verða í bankakerfinu hefur verið líkt við breytingar sem urðu á fjarskiptamarkaði fyrir 20 árum. Forstjóri Meniga spáir því að neytendur muni hagnast; verð muni lækka og þjónustan batna með nýrri tilskipun frá Evrópusambandi.

Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands

Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert.

Sjá næstu 50 fréttir