Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 18:30 Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira