Viðskipti innlent

Nýtt úrræði fyrir fólk í atvinnuleit

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar
Fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar NMÍ
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vinnumálastofnun hafa undirritað samkomulag um nýtt úrræði sem nefnist Frumkvæði.

Í frétt á vef Nýsköpunarmiðstöðvar segir að megintilgangur úrræðisins sé að að styðja fólk í atvinnuleit við að búa sér til eigin störf.

Í úrræðinu eigi atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf. Þeir kanni þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.

Nánari upplýsingar um Frumkvæði, sem og umsóknareyðublað, má nálgast með því að smella hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×