Fleiri fréttir

Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu

Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi.

Hafa greitt Matthíasi 1.400 milljónir

Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans gengu frá greiðslu upp á 1,4 milljarða króna til Matt­híasar H. Johannessen í byrjun síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við lagatúlkanir Seðlabanka Íslands og nýjar starfsreglur bankaráðs. Fyrrverandi bankaráðsmenn telja að svigrúm bankaráðs til að sinna eftirlitshlutverki sínu hafi verið takmarkað.

Arctica hagnast um 212 milljónir

Hagnaður Arctica Finance á árinu 2017 nam tæplega 212 milljónum borið saman við nærri 500 milljóna hagnað árið áður.

Steinþór Pálsson til KPMG

Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur hafið störf hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.

Holyoake með ríflega 50 prósent í Iceland Seafood

Félag breska athafnamannsins Marks Holyoake minnkaði hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood International á síðasta ári og átti ríflega helmingshlut í félaginu í árslok.

VÍS hefur selt fyrir um 200 milljónir í Kviku

VÍS hefur minnkað eignarhlut sinn í Kviku banka um rúmlega 1,4 pró­ sentur, jafnvirði um 215 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans, frá því að Kvika var skráð á hlutabréfamarkað 16. mars síðastliðinn.

Búnaðurinn í tvö þúsund verksmiðjum

Framkvæmdastjóri Marel Innova segir félagið hafa tækifæri til þess að komast í stöðu sem ekkert annað félag er í til þess að hafa raunveruleg áhrif á gæði og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Verðmætin sem Marel skapar verði í meiri mæli til í hugbúnaðarhluta félagsins.

Hætt sem fram­kvæmda­stjóri Gló

Stjórn veitingahúsakeðjunnar Gló og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um að hún láti af störfum hjá félaginu, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum

Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir.

Fallið frá málaferlum gegn LBI

Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar króna verði greiddir til eignarhaldsfélagsins LBI í næsta mánuði eftir að fallið var frá málaferlum í deilu félagsins og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford fyrr í mánuðinum.

Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR.

Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun

Bónusgreiðslur vegna afkomu ársins 2016 útskýra hækkun launa Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips. Árslaunin námu tæpum 103 milljónum í fyrra. Forstjóralaunin hækkað um 40 prósent frá 2014. Sex framkvæmdastjórar hækkuðu um alls 53,5 milljónir milli ára.

Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð

Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent.

Fjarskipti verða Sýn

Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag.

Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði

Viðskiptastjóri Costco segir dýrari flutningsleiðir en gert hafði verið ráð fyrir, gengissviptingar og aukið lagerhald á vinsælum vörum hafa leitt til verðhækkana hjá versluninni á Íslandi. Verðkannanir Fréttablaðsins hafa sýnt fram á töluverðar hækkanir og margir viðskiptavinir fengið sig fullsadda á síhækkandi verði.

Sjá næstu 50 fréttir