Viðskipti innlent

Lufthansa bætir við flugferðum til Íslands

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Samdráttur hefur verið í flugi á milli Íslands og Þýskalands.
Samdráttur hefur verið í flugi á milli Íslands og Þýskalands. Vísir/AFP
Í sumar mun eitt stærsta flugfélag Þýskalands, Lufthansa, fjölga flugferðum frá Frankfurt og Munchen talsvert, en í heildina verða viðbótarferðirnar 137 frá maí og fram í október. Vefmiðillinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í fyrra hóf flugfélagið að fljúga til Íslands allt árið um kring frá Frankfurt. 

Samdráttur hefur verið í flugi á milli Íslands og Þýskalands. Síðastliðinn ágúst lýsti flugfélagið Air Berlin yfir gjaldþroti og þá hefur Eurowings einnig fækkað ferðum hingað til lands. Jafnframt tilkynnti Icelandair að félagið hefur ákveðið að hætta næturflugi til Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×