Viðskipti innlent

Hafa greitt Matthíasi 1.400 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen.
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen. VÍSIR/EYÞÓR

Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans gengu frá greiðslu upp á 1,4 milljarða króna til Matt­híasar H. Johannessen í byrjun síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Hæstiréttur dæmdi í febrúar fyrrverandi viðskiptafélaga Matthíasar, þá Róbert, Árna Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon, til þess að greiða honum 640 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen.

Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu – með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði – tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum.

Sænska dótturfélagið var um mitt ár 2010 selt fyrir í mesta lagi 1,5 milljónir króna og gegn ógreiddri viðbótargreiðslu þó svo að verðmæti þess hafi numið nærri 1,7 milljörðum króna á sama tíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.