Fleiri fréttir

Danero Thomas í Tindastól

Danero Thomas hefur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Tindastóls. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Stólarnir byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs.

Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson lauk háskólanámi í Bandaríkjunum um helgina. Hann kveðst feginn að hafa skipt um skóla eftir fyrsta árið.

Durant með 38 stig er meistararnir komust í 3-1

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar í NBA-deildinni, eru komnir í 3-1 gegn New Orleans Pelicans í úrslitakeppninni þar í landi eftir stórsigur í fjórða leik liðanna í kvöld, 118-92.

Tryggvi og félagar með sigur

Tryggvi Hlinason og félagar í Valencia báru sigur úr býtum gegn Montakit Fuenlabrada í spænska körfuboltanum nú í morgun.

Ragnar aftur í Þorlákshöfn

Ragnar Örn Bragason hefur ákveðið að skipta á nýjan leik yfir í Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla. Hafnarfréttir greina frá.

Haukur Helgi stigahæstur

Haukur Helgi Pálsson skoraði fimmtán stig er Cholet tapai með fjögurra stiga mun, 73-69, gegn Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Houston tók forystuna í einvíginu

James Harden átti frábæran leik fyrir Houston Rockets gegn Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum í nótt en hann skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Sveinbjörn setur skóna á hilluna

Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR á nýliðnu tímabili Domino's deildar karla, hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hilluna eftir þrettán ára meistaraflokksferil.

Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto

Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit.

Haukar meistarar eftir níu ára langa bið

Enginn leikmaður Hauka orðið Íslandsmeistari áður fyrir utan Helenu Sverrisdóttur. Margir leikmenn lögðu lóð á vogarskálarnar hjá Haukaliðinu og mikil liðsheild lagði grunninn að sigrinum á Val í oddaleik á Ásvöllum í gær, 74-70.

Curry snýr loksins til baka

Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry.

Guðbjörg: Ömurlegt að spila gegn Helenu

Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt að leik loknum er Valur tapaði gegn Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Svona fögnuðu Haukar titlinum

Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í kvöld eftir sigur á Val í æsilegum oddaleik í rimmu liðanna í kvöld.

Allt undir á Ásvöllum

Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum.

Ómærð hetja KR-inga kvaddi með fimmta titlinum í röð

Karlalið KR í körfubolta varð Íslandsmeistari fimmta árið í röð með sigri á Tindastóli í fjórða leik liðanna í DHL-höllinni á laugardaginn. Þetta var síðasti leikur Darra Hilmarssonar fyrir KR en hann flytur til Svíþjóðar í sumar.

45 stig frá LeBron og Cleveland komið áfram

Cleveland Cavaliers er komið áfram í undanúrslit austurdeildarinnar eftir að liðið marði fjögurra stiga sigur á Indiana, 105-101, í oddaleik liðanna í NBA-deildinni í kvöld.

Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja

KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR.

Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni.

Sjá næstu 50 fréttir