Körfubolti

Matthías Orri verður áfram í Breiðholtinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matthías Orri í leik með ÍR.
Matthías Orri í leik með ÍR. vísir/andri
Einhverjir héldu að Matthías Orri Sigurðarson væri á leið frá ÍR í KR en af því verður ekki næsta vetur.

Þessi magnaði leikmaður er nefnilega búinn að framlengja samningi sínum við ÍR til eins árs. Gríðarlega góð tíðindi fyrir Breiðhyltinga enda Matthías algjör lykilleikmaður í liðinu.

Hann skoraði 16,7 stig ogaf 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur.

„Mér líst bara hörkuvel á næsta ár," sagði Matthías Orri við Karfan.is.

„Við eigum ókláruð verkefni sem við erum að horfa til að ná að klára á næsta ári. Vonandi helst sami kjarni í liðinu sem og bæta lauslega við liðið sem við vorum með í fyrra. Markmiðið er þá það sama og í fyrra, halda okkur í topp fjórum yfir tímabilið og halda áfram á þessari vegferð okkar í úrslitakeppninni með því að bæta okkur um eitt skref hvert ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×