Körfubolti

Danero Thomas í Tindastól

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas í baráttunni gegn Colin Prayor fyrr í vetur.
Thomas í baráttunni gegn Colin Prayor fyrr í vetur. vísir/andri marinó

Danero Thomas hefur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Tindastóls. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Stólarnir byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs.

Greint frá þessu í íþróttafréttum kvöldsins en samningurinn er til eins árs. Danero er 32 ára gamall.

Thomas hefur spilað með ÍR undanfarið eitt og hálft tímabil en á síðasta tímabili var hann með rúm sextán stig að meðaltali fyrir Breiðhyltinga.

Auk þess gaf hann tæpar þrjár stoðsendingar á þeim 33 mínútunum sem hann spilaði að meðaltali.

ÍR datt einmitt út fyrir Tindastól í undanúrslitum Dominos-deildarinnar en Stólarnir töpuðu fyrir KR í úrslitaeinvíginu, 3-1. Stólarnir eru þó ríkjandi bikarmeistarar eftir stórsigur á KR í úrslitaleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.