Körfubolti

Indiana skellti Cleveland og tryggði oddaleik | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Indiana gátu leyft sér að fagna örlítið í nótt.
Leikmenn Indiana gátu leyft sér að fagna örlítið í nótt. vísir/afp
Indiana Pacers gerði sér lítið fyrir og pakkaði Cleveland Cavalies saman í nótt, 121-87, og tryggði sér þar með oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem er í fullu fjöri.

Indiana hefur heldur betur látið stjörnuprýtt lið Cleveland vinna fyrir sínu í rimmunni og jöfnuðu í nótt metin í 3-3 í rimmu liðanna.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta gaf Indiana í. Liðið vann hann með fimmtán stiga mun, 35-20, og leikinn að lokum með 24 stiga mun, 121-87.

Einu sinni sem oftar var LeBron James stigahæstur leikmanna Cleveland. Hann skoraði 22 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar en Victor Oladipo var með þröfalda tvennu hjá Indiana; 28 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar.

Utah tryggði sér sæti í næstu umferð með 96-91 sigri á Oklahoma þar sem allt var á suðurpunkti. Stjarna Oklahoma, Russell Westbrook, gerði sér lítið fyrir og skoraði 46 stig en leikmenn Oklahoma voru afar ósáttir með dómara leiksins.

Toronto vann sér svo einnig sæti í næstu umferð með tíu stiga sigri, 102-92, á Washington og þar af leiðandi vinna þeir rimmuna 4-2. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto.

Leikir næturinnar:

Toronto - Washington 102-92

Cleveland - Indiana 87-121

Oklahoma - Utah 91-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×