Körfubolti

Sveinbjörn setur skóna á hilluna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinbjörn Claessen í baráttunni með ÍR í vetur
Sveinbjörn Claessen í baráttunni með ÍR í vetur Vísir/Andri Marinó
Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR á nýliðnu tímabili Domino's deildar karla, hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hilluna eftir þrettán ára meistaraflokksferil. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Sveinbjörn varð bikarmeistari með ÍR árið 2007 en síðan þá hefur lítið verið um titilfögnuði í Breiðholtinu. Liðið átti hins vegar mjög gott tímabil í vetur, var við toppinn í deildinni og endaði í 2. sæti. ÍR datt svo út í undanúrslitum gegn Tindastól 3-1.

Hann sleit krossband bæði 2009 og 2011 og voru meiðslin farin að taka sinn toll.

„Þegar ég sleit krossband árið 2009 þá stóð ÍR við allt gagnvart mér þótt ég hefði ekki spilað nema þrjá leiki það tíma­bil. [...] Ég sleit aftur árið 2011 og þá var samningnum einfaldlega rift af minni hálfu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að félagið hefði staðið við samninginn gagnvart mér en þetta er sú leið sem ég fór. ÍR-ingar höfðu gert nóg og fyrir það var ég þakklátur,“ segir Sveinbjörn við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×