Körfubolti

Ingvar Þór: Finnst að titilinn eigi heima hér

Böðvar Sigurbjörnsson skrifar
Ingvar fagnar með Dýrfinnu í leikslok.
Ingvar fagnar með Dýrfinnu í leikslok. vísir/andri marinó
Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka var að vonum í skýjunum að leik loknum er Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn.

„Þetta er stórkostleg tilfinning og ég gæti bara ekki verið stoltari af liðinu mínu,” sagði Ingvar.

Ingvar sagði betra skipulag á varnarleiknum í upphafi síðar hálfleiks hafa lagt grunninn að sigrinum.

„Við fórum að eiga meiri og betri samskipti í vörninni og um leið fengum nokkur skot til að detta."

„Sigrún sem er 16 ára gömul kemur hérna inn á og setur fyrir okkur þrjá risa stóra þrista og um leið spilar frábærlega í vörninni, það gaf okkur mikið sjálfstraust á þeim tímapunkti.“

Það var fyrst og fremst góður varnarleikur í lokinn sem tryggði sigurinn að mati Ingvars.

„Við fengum hérna góð varnarstopp í lokin þegar við þurftum mest á þeim að halda og það skilaði þessu fyrir okkur."

„Ég verð líka að minnast á Dýrfinnu Arnadóttur sem kemur hérna inn eftir að hafa ekki getað æft í 10 vikur vegna höfuðmeiðsla og hreinlega lyftir öllu liðinu með baráttu sinni, hún er þvílíkur töffari."

Ingvar sagði að sérstaklega sætt að fá Íslandsbikarinn aftur í Hafnafjörðin.

„Okkur finnst að hann eigi heima hér, það eru níu ár síðan síðast sem er allt of langt. Við ætlum að byggja ofan á þetta og sjá til þess að hann eignist gott framtíðarheimili hérna að Ásvöllum,” sagði Ingvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×