Körfubolti

Durant með 38 stig er meistararnir komust í 3-1

Anton Ingi Leifsson skrifar
Durant setur niður skot í leiknum í kvöld. Hann skoraði 38 stig.
Durant setur niður skot í leiknum í kvöld. Hann skoraði 38 stig. visir/getty
Golden State Warriors, ríkjandi meistarar í NBA-deildinni, eru komnir í 3-1 gegn New Orleans Pelicans í úrslitakeppninni þar í landi eftir stórsigur í fjórða leik liðanna í kvöld, 118-92.

Ríkjandi meistararnir byrjuðu af miklum krafti og leiddu með fimmtán stigum eftir fyrsta leikhlutann, 37-22, en þeir slökuðu aðeins á í öðrum leikhluta.

New Orleans gekk aðeins á lagið og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 61-54. Þriðji leikhlutinn var rosalegur hjá Golden State sem keyrði yfir New Orleans.

Liðið vann leikhlutann með fjórtán stiga mun, 33-19, svo eftirleikurinn var auðveldur í fjórða leikhlutanum. Golden State vann að lokum með 26 stiga mun, 118-92 og er því komið í 3-1 í einvíginu.

Kevin Durant var algjörlega magnaður í liði Warriors. Hann skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar en næstur kom Stephen Curry með 23 stig. Kevin Thompson bætti við þrettán stigum.

Í liði New Orleans var Anthony Davis stigahæstur með 26 stig en hann tók að auki tólf fráköst. E’Twaun Moore bætti við 20 stigum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×