Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. maí 2018 08:30 Elvar í háskólaboltanum. vísir/getty Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum. Körfubolti Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum.
Körfubolti Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira