Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. maí 2018 08:30 Elvar í háskólaboltanum. vísir/getty Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum. Körfubolti Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum.
Körfubolti Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira