Körfubolti

Tryggvi og félagar með sigur

Dagur Lárusson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. vísir/getty

Tryggvi Hlinason og félagar í Valencia báru sigur úr býtum gegn Montakit Fuenlabrada í spænska körfuboltanum nú í morgun.
 
Fyrir leikinn var Valencia í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig en þeir töpuðu síðasta leik fyrir Joventud Badalona. Fuenlabrada var í tíunda sæti fyrir þennan leik með 30 stig, en þeir höfðu tapað síðustu fimm leikjum sínum.
 
Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og var staðan þá 10-10 en eftir það fór Valencia að taka völdin. Í öðrum leikhluta skoraði Valencia 22 stig gegn aðeins 16 frá Fuenlabrada og staðan í hálfleiknum því 32-26 fyrir Valencia en Tryggvi var ekki ennþá búin að setja mark sitt á leikinn.
 
Í seinni hálfleiknum fór Valencia smátt og smátt að auka forystu sína og unnu að lokum öruggan sigur 76-61.
 
Tryggvi spilaði meira í seinni hálfleiknum og skoraði samtals sex stig í leiknum en stigahæstur hjá Valenica var Erick Green með þrettán stig.
 
Eftir leikinn er Valencia í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.