Körfubolti

Guðbjörg: Ömurlegt að spila gegn Helenu

Böðvar Sigurbjörnsson skrifar
Guðbjörg í baráttunni fyrr í einvíginu.
Guðbjörg í baráttunni fyrr í einvíginu. vísir/bára

Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt að leik loknum er Valur tapaði gegn Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

„Við töpuðum fyrir betra liðinu hérna í kvöld, það er leiðinlegt að segja það en þannig var það bara.”

Guðbjörg sagði Valsliðið hafa verið meðvitað um að Haukaliðið myndi gera á þær áhlaup á einhverjum tímapunkti í leiknum.

„Við vissum að þær myndu gera áhlaup sem og þær gerðu þarna í upphafi síðar hálfleiks. Mér fannst við gera vel í að stoppa það og gefa þeim hörku leik hérna í lokin.”

Guðbjörg gerði hvað hún gat fyrir lið sitt á lokaandartökum leiksins og setti meðala annars niður tvö mjög erfið skot sem héldu mikilli spennu í leiknum. Það varð þó systir hennar Helena sem átti svör við áhlaupi litlu systur og tryggði Haukum á endanum sætan sigur.

„Hún er frábær leikmaður og það er ömurlegt að spila á móti henni. Þetta er leikmaður sem þú vill vera með í liðið.  Hún var einfaldlega betri í kvöld.“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.