Körfubolti

Guðbjörg: Ömurlegt að spila gegn Helenu

Böðvar Sigurbjörnsson skrifar
Guðbjörg í baráttunni fyrr í einvíginu.
Guðbjörg í baráttunni fyrr í einvíginu. vísir/bára
Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt að leik loknum er Valur tapaði gegn Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

„Við töpuðum fyrir betra liðinu hérna í kvöld, það er leiðinlegt að segja það en þannig var það bara.”

Guðbjörg sagði Valsliðið hafa verið meðvitað um að Haukaliðið myndi gera á þær áhlaup á einhverjum tímapunkti í leiknum.

„Við vissum að þær myndu gera áhlaup sem og þær gerðu þarna í upphafi síðar hálfleiks. Mér fannst við gera vel í að stoppa það og gefa þeim hörku leik hérna í lokin.”

Guðbjörg gerði hvað hún gat fyrir lið sitt á lokaandartökum leiksins og setti meðala annars niður tvö mjög erfið skot sem héldu mikilli spennu í leiknum. Það varð þó systir hennar Helena sem átti svör við áhlaupi litlu systur og tryggði Haukum á endanum sætan sigur.

„Hún er frábær leikmaður og það er ömurlegt að spila á móti henni. Þetta er leikmaður sem þú vill vera með í liðið.  Hún var einfaldlega betri í kvöld.“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×