Fleiri fréttir

Nike mun standa við samning sinn við Chelsea

Íþróttavörurisinn Nike hefur staðfest að félagið mundi standa við gerðan samning við enska knattspyrnuliðið Chelsea. Mörg fyrirtæki hafa rift samningi sínum við félagið eftir að allar eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í Englandi voru frystar.

Reifst við Embi­id og lét 76ers heyra það

Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu.

Dagskráin í dag: Veisla á laugardegi

Alls eru 10 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla á borðunum í dag.

Meistararnir upp í þriðja sætið

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman 2-1 sigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn lyftir liðinu upp í 3. sætið en Barcelona situr í 4. sætinu með tvo leiki til góða.

ÍBV fær ó­væntan liðs­styrk: Spilaði síðast 2018

ÍBV tilkynnti í dag að tveir leikmenn hefðu skrifað undir samning hjá félaginu og munu leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Um að ræða þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Þórhildi Ólafsdóttur. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu.

Kristian kom Jong Ajax til bjargar

Íslenski U-21 landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson var allt í öllu í endurkomu Jong Ajax er liðið gerði 3-3 jafntefli við Dordrecht í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

KR í undan­úr­slit | Fjölnir án sigurs

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR er komið í undanúrslit í karlaflokki, Fjölnir tapaði fimmta leiknum í röð og þá vann Afturelding 2-0 sigur á Fylki í kvennaflokki.

Lærisveinar Guðjóns Vals áfram á sigurbraut

Það virðist einungis tímaspursmál hvenær Gummersbach tryggir sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann Emsdetten með þremur mörgum í Íslendingaslag í kvöld, lokatölur 32-29.

SönderjyskE á­fram á botninum

Íslendingalið SönderjyskE er áfram á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland í kvöld.

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga

Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga.

Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma

Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti.

Rútuferðir og ódýr hótel fyrir stjörnurnar?

Stjörnurnar í knattspyrnuliði Chelsea gætu þurft að ferðast með áætlunarflugi eða rútu og gista á ódýrum hótelum til að spila útileiki, vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um að frysta eigur Romans Abramovich.

Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið

Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum.

UEFA rannsakar hegðun forráðamanna PSG

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA rannsakar nú hegðun forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, og íþróttastjóra liðsins, Leonardo, eftir að þeir félagar létu öllum illum látum eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið.

Sjá næstu 50 fréttir