Íslenski boltinn

Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar fagna seinna marki sínu í kvöld.
Víkingar fagna seinna marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga.

Víkingar eru handhafar beggja stóru titlanna í karlaflokki hér á landi og því mikil pressa á þeim að standa sig í sumar. Á meðan eru Eyjamenn aftur mættir í deild þeirra bestu og stefna á að halda sér þar. 

Nýliðarnir stóðu í meisturunum í dag og virtist aðeins eitt mark ætla að skilja liðin að. Víkingar skoruðu þó annað mark seint í leiknum og unnu 2-0 sigur. Fyrra markið kom undir lok fyrri hálfleiks, það skoraði Kristall Máni Ingason eftir frábæran undirbúning Erlings Agnarssonar. 

Erlingur keyrði þá upp að endalínu og gaf boltann út í teiginn þar sem Kristall Máni gat ekki annað en skorað. Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún þangað til rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka.

Boltinn hrökk þá til varamannsins Adams Ægis Pálssonar sem lék inn á teig og skoraði með góðu skoti. Lokatölur 2-0 Íslandsmeisturunum í vil og þeir með fullt hús stiga í riðli 1 í A-deild. Víkingar þar með komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.

Myndir

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Nikolaj Hansen í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét
Arnar Bergmann Gunnlaugsson klæddi sig eftir veðri.Vísir/Hulda Margrét
2-0 og allir sáttir.Vísir/Hulda Margrét
Úr leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×