Fótbolti

SönderjyskE á­fram á botninum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
SönderjyskE fagnar marki sínu í kvöld. Kristófer Ingi er hér til hægri.
SönderjyskE fagnar marki sínu í kvöld. Kristófer Ingi er hér til hægri. Twitter/@@SEfodbold

Íslendingalið SönderjyskE er áfram á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland í kvöld.

Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. SönderjyskE heimsótti Nordsjælland en um er að ræða tvö af þremur neðstu liðum deildarinnar. Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði gestanna og tóku þeir forystuna strax á 2. mínútu leiksins.

Var það eina mark fyrri hálfleiksins en heimamenn jöfnuðu í svo gott sem fyrstu sókn síðari hálfleiksins. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Kristófer Ingi var tekinn af velli á 72. mínútu á meðan Atli Barkarson sat allan tímann á varamannabekk SönderjyskE sem situr enn á botni deildarinnar. Nú með 12 stig eftir 21 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×